Jólatré hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni undanfarna daga eins og gjarnan er síðustu vikurnar fyrir jól. Skógarbóndi í Eyjafirði segir í útvarpsviðtali að gervijólatré séu bara að þykjast vera jólatré en sjálfur prófar hann sig áfram með ýmsar tegundir í jólatrjáaræktinni. Þá hefur líka heyrst í skógarverðinum á Suðurlandi um svipuð efni í útvarpinu.
Skógræktarfólk vill fremur en nokkuð annað fá góða skógræktarbók í jólagjöf og þetta árið er vert að nefna fjórar sem koma sterklega til greina fyrir þessi jól. Þar er bók um belgjurtir sem bæta jarðveginn, önnur um ávaxtatré sem auka fjölbreytnina, sú þriðja með alhliða fróðleik um skógrækt og sú fjórða handbók um skaðvalda á trjám.
Árin fyrir hrun gróðursettu skógarbændur vegum landshlutaverkefnannaum fimm milljónir plantna árlega en nú er árleg gróðursetning rétt um tvær milljónir, segir Valgerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga, í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Mikil vonbrigði séu að framlög til skógræktar skuli ekki aukin í fjárlagafrumvarpinu. Áætla megi að ef haldið hefði verið áfram að gróðursetja með sama hraða og fyrir hrun hefðu skapast 40 ársverk vítt og breitt um landið. 
Fram kemur á vef Bændablaðsins í dag að nýtt skógræktarfrumvarp verði lagt fram á haustþingi 2015. Frumvarpið verði byggt á greinargerð endurskoðunarnefndar um skógræktarlög sem skilað var í júní 2012 þar sem lögð var áhersla á eflda skógrækt með margvíslegum ávinningi fyrir land og þjóð. Fyrir þessu taldi nefndin m.a. að öflugt rannsóknar- og þróunarstarf væri forsenda. 
Starfsmenn skógarvarðarumdæmanna fjögurra hjá Skógrækt ríkisins hafa undanfarnar vikur unnið að því að fella jólatré, bæði torgtré og heimilistré. Skógarverðir Skógræktar ríkisins eru sammála um að auka þurfi jólatrjáaræktun í landinu. Hún hafi ekki aukist eins hratt hjá skógarbændum og vænst var og því sé Skógrækt ríkisins aftur að vinda upp seglin eftir nokkurt hlé. Hér verður farið yfir stöðuna í skógarvarðarumdæmunum fjórum.