Skógur getur flýtt fyrir bata fólks, meðal annars þeirra sem glíma við streitusjúkdóma. Vísindamenn við sænska landbúnaðarháskólann SLU í Umeå og Alnarp hafa fundið aðferð til að meta hversu vel tiltekinn skógur hentar til endurhæfingar og hversu mikið það kostar fyrir skógareigendur að gera skóginn sinn þannig úr garði að hann henti til slíkrar endurhæfingar.