Áhugavert að sjá hvernig hún hefur jafnað sig

Vorið 1995 hljóp sinueldur inn í stafafuruskóg í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal. Eitthvað eyðilagðist af furu en töluvert af trjám lifði brunann af. Þessa dagana er verið að fella furur úr þessum reit og er áhugavert að sjá hvernig stafafuran hefur jafnað sig á brunanum. Sjást nokkuð greinilega brunaför á neðsta hluta stofnanna sem felldir hafa verið, en fururnar hafa þó að mestu náð að loka sárunum og vaxið nokkuð vel síðan bruninn varð.

Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.

Texti og myndir: Hreinn Óskarsson