Með lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni 1999 var stefnt að því að þekja skyldi skógi 5% láglendis undir 400 metrum yfir sjó. Skógarþekjan nálgast nú þetta mark í innanverðum Eyjafirði og því er svæðið vísbending um hvernig landið gæti litið út með þessu hlutfalli skógarþekju
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki í landgræðslu og skógrækt. Sérstök áhersla er lögð á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.  Umsóknarfrestur er til 20. janúar.
Mývetningar halda því fram að jólasveinninn eigi heima í Dimmuborgum og því trúum við hjá Skógræktinni auðvitað. Í Dimmuborgum er líka náttúrlegur íslenskur birkiskógur. En Finnar halda því fram að heimili jólasveinsins sé í Lapplandi. Við getum kannski sagt að jólasveinarnir búi í Dimmuborgum en jólasveinninn búi í Lapplandi, svona til að treysta böndin í báðar áttir. En sá finnski er hvað sem öðru líður með sannan jólaboðskap í myndbandi sem rak á fjörur okkar.
Þegar eyðimerkur Nevada og austurhluta Kaliforníu eru bornar saman við eyðimerkur Íslands, þá er einn munur sérstaklega sláandi; hvað þær fyrrnefndu eru miklu betur grónar. Gróðurinn er að vísu þyrrkingslegur en hann er nokkuð samfelldur. Mest áberandi eru runnar af körfublómaætt sem kallast á ensku rabbitbrush og sagebrush, en þeir fyrrnefndu voru blómstrandi gulum blómum þegar íslenskt skógræktarfólk fór um þessar eyðimerkur í lok september.
Á dögunum fór myndarlegt sitkagreni úr Heiðmörk áleiðis til Þórshafnar í Færeyjum. Skógræktarfélag Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg færir Þórshafnarbúum tréð sem er tólf metra hátt og 40 sentímetrar í þvermál, ræktað upp af fræi hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi og gróðursett í Heiðmörk um 1960.