Margt áhugafólk um tré og skóga hefur heyrt talað um eldgömlu broddfururnar í Hvítufjöllum í Kaliforníu. Sú elsta sem mælst hefur spratt af fræi um 3050 árum fyrir Krist.
Í sumar sem leið störfuðu fjölmargir erlendir sjálfboðaliðar við stígagerð og stígaviðhald í Þórsmörk og á Goðalandi. Einn sjálfboðaliðanna, breskur hjólreiðamaður, skrifar skemmtilega frásögn á vefsíðu sína um sex vikna dvöl sína við þessi þörfu störf.
Nauðsynlegt er að ræða hvernig best sé að nota greni í skógrækt hérlendis. Þetta var mál manna á öðrum þemafundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri
Þórsmerkursvæðið er nú ein af fallegustu náttúruperlum sem Íslendingar eiga. Segja má að gróðurfar Þórsmerkur sé líkt því gróðurfari sem klæddi um 40% landsins fyrir landnám. Þakka má samstilltu átaki Skógræktarinnar og bænda að eyðingaröflin skyldu ekki ná að ljúka verki sínu á svæðinu. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar grein um þetta sem birtist í Dagskránni á Selfossi 12. desember 2013.
Hvort er betra fyrir umhverfið, lifandi jólatré eða gervitré? Um þetta er spurt á hverju ári þegar jólin nálgast. Niðurstaðan er alltaf að best séu trén úr íslensku skógunum.