Endurmenntun græna geirans hjá Garðyrkjuskólanum - FSU heldur námskeið í fellingu trjáa og grisjun með keðjusög á Tálknafirði dagana 17. til 19. febrúar.
Endurmenntun græna geirans hjá Garðyrkjuskólanum - FSU heldur námskeið í fellingu trjáa og grisjun með keðjusög á Reykjum í Ölfusi dagana 24. til 26. janúar. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Skógræktin óskar eftir að ráða starfsfólk í fullt starf við starfstöðvar sínar í Hvammi Skorradal, Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og Tumastöðum Fljótshlíð. Leitað er að öflugu fólki sem er tilbúið að takast á við fjölbreytt störf við ræktun og umhirðu skóga. Á Tumastöðum er að auki vinna við ræktunarstöð.
Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningarnar. Þær koma úr nýskógræktarverkefni á vegum félagsins á Arnaldsstöðum í Fljótsdalshreppi. Framkvæmdastjóri félagsins segir þetta stórt skref og hann finnur fyrir miklum áhuga hjá fyrirtækjum að tryggja sér þessar einingar.