Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Skógræktin óskar eftir að ráða starfsfólk í fullt starf við starfstöðvar sínar í Hvammi Skorradal, Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og Tumastöðum Fljótshlíð. Leitað er að öflugu fólki sem er tilbúið að takast á við fjölbreytt störf við ræktun og umhirðu skóga. Á Tumastöðum er að auki vinna við ræktunarstöð.

Hlutverk og markmið:

 • Þátttaka í skipulagi, framkvæmd, úttektum og skýrslugerð vegna grisjunar- og gróðursetningarverkefna
 • Ýmis störf við úrvinnslu á viðarafurðum
 • Ýmis viðhaldsverkefni tengd vinnuvélum
 • Á Tumastöðum er vinna við ræktunarstöð
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • Próf í skógtækni, skógfræði eða garðyrkju æskilegt
 • Almenn tölvukunnátta
 • Enskukunnátta æskileg
 • Vinnuvélaréttindi æskileg
 • Þekking á viðhaldi véla
 • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Metnaður, skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996.

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk.

Nánari upplýsingar um störfin er að finna á Starfatorgi og á vef Skógræktarinnar, skogur.is/atvinna.

Markmið Skógræktarinnar er að stofnunin sé eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn, starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Skógræktarinnar og alls skógræktargeirans.

Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku.

Sækja um störfin á Starfatorgi

Sett á vef: Pétur Halldórsson