Sérfræðingur í fjármálum fyrirtækja telur að mikil verðmætasköpun gæti falist í því fyrir íslenskt þjóðfélag ef skógarþekja á Íslandi yrði fimmfölduð á næstu 20 árum.  Slíkt gæti staðið undir atvinnusköpun og sjálfbærri byggðaþróun. Skapa megi snjalla atvinnugrein með fjölda starfa til framtíðar.
Norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni og menningarminjar, NBN, auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Að þessu sinni verður m.a. lögð áhersla á styrki sem snerta líffjölbreytni, minjar og loftslagsmál. Umsóknarfrestur er til 6. júní.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði í dag samkomulag um tilrauna- og átaksverkefni með Vistorku og Akureyrarbæ þar sem molta verður nýtt í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu á Norðurlandi. Framlag ráðuneytisins nemur 15 milljónum króna en heildarumfang verkefnanna er metið á um 40 milljónir. Skógræktin leggur til vinnu við ráðgjöf, umsjón og vinnu við rannsóknarþætti verkefnanna.
Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir, sérfræðingur á Mógilsá, rannsóknasviði Skógræktarinnar, ver á föstudag meistararitgerð sína í skógfræði við náttúru- og skógardeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Meistararitgerðin nefnist „Notkun aspargræðlinga í nýskógrækt, samanburður á aðferðum, efnivið og landgerðum“.
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um í nýútkomnu tölublaði Rits Mógilsár benda til þess að nægjanlegt sé að gróðursetja á bilinu 2.500-3.000 plöntur á hektara í lerkirækt á Héraði. Lítil samkeppni var enn um vaxtarrými 15 árum eftir gróðursetningu, óháð því hversu þétt hafði verið gróðursett.