Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður hefur endurútgefið bók sína, Skógarnytjar, á rafrænu formi og er hún því aðgengileg öllum sem fræðast vilja um nytjar á viði úr íslenskum trjám.
Samráðsfundir Skógræktarinnar og skógarbænda verða haldnir í öllum landshlutum seinni hluta júnímánaðar. Skógræktarstjóri og sviðstjóri skógarþjónustu hjá Skógræktinni taka þátt í skógargöngum með skógarbændum og þar gefst tækifæri til spurninga og samræðna.
Brynjar Gauti Snorrason ver í dag meistararitgerð sína í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann fjallar í verkefninu um bestun á aðferðum við flutning skógarplantna frá gróðrarstöðvum til bænda.
Ástæða er til að benda útlendingum á íslensku skógana til náttúruskoðunar og útivistar. Á göngu sinni um Heiðmörk heillaðist blaðakonan Hanna Jane Cohen af umhverfinu sem kveikti með henni fortíðarþrá til æskustöðvanna.
Skógarvinna er reglulegur þáttur í skólastarfi barnanna í Grunnskóla Drangsness. Skógarreitur skólans er á Klúku í Bjarnarfirði og þar fara þau vor og haust til að rækta meira, hlúa að því sem fyrir er, mæla trén, rannsaka annan gróður og njóta lífsins.