Í tengslum við þemadag Nordgen sem var liður í Fagráðstefnu skógræktar á Akureyri 2018 var útbúið myndband um starfsemi skógasviðs Nordgen. Meðal annars var sagt þar frá ræktun lerkiblendingsins Hryms sem fram fer í Fræhöll Skógræktarinnar á Vöglum Fnjóskadal. Frævun hófst þar einmitt í dag á alþjóðlegum degi skóga.
Alþjóðlegur dagur skóga er í dag, 21. mars. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn fræðslu að þessu sinni með yfirskriftinni „lærið að unna skógum“.
Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Þetta segir í umfjöllun sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga fimmtudaginn 21. mars koma börn úr Ártúnsskóla í Reykjavík fram í Krakkafréttum Sjónvarpsins þrjú kvöld í röð. Útikennsla í skógi hefur verið snar þáttur í skólastarfi Ártúnsskóla um árabil.
Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á skógarauðlindasviði Skógræktarinnar að undanförnu. Jón Auðunn Bogason hefur verið skipaður skógarvörður á Vesturlandi en forveri hans, Valdimar Reynisson, fer til starfa sem skógræktarráðgjafi með aðsetur á Hvanneyri. Benjamín Örn Davíðsson, sem undanfarin ár hefur verið aðstoðarskógarvörður á Vöglum, hefur tekið að sér verkefni við samræmingu áætlanagerðar fyrir skógarbændur.