Undanfarna daga hefur verið unnið að því í gróðurhúsi Skógræktarinnar að Mógilsá að stinga græðlingum af úrvalsklónum alaskaaspar með áherslu á ryðþol. Klónarnir verða settir í beð á Tumastöðum í Fljótshlíð og mögulega víðar um land og notaðir sem móðurefni til ræktunar á ösp.
Betri þekkingar er þörf til að skipuleggja skógrækt samhliða beit eða skipuleggja beit í grónum skógi. Skóglendi getur verið frábært beitiland en fylgjast þarf vel með hegðun sauðfjár í skógi og vera tilbúinn að grípa inn í ef þess er þörf. Mest þörf er á frekari rannsóknum á mun beitaráhrifa milli trjátegunda og mismunandi beitartíma sauðfjár. Þetta segir Guðríður Baldvinsdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi í grein sem birtist í nýútkomnu Bændablaðinu. Ljósmynd: Pétur Halldórsson