Til að draga úr mengun í þéttbýli er nauðsynlegt að ráðast að uppsprettum hennar og minnka losun mengunarefna út í andrúmsloftið. Vert er þó að huga um leið að þeim ráðum sem tiltæk eru til að eyða menguninni. Trjágróður í þéttbýli hreinsar loftið, dregur úr hættunni á ýmsum sjúkdómum og eykur þannig lífsgæði íbúanna,
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur birt á vef þingsins þær athugasemdir sem bárust við frumvarp um nýja skógræktarstofnun. Alls bárust níu umsagnir en í þeim fólst engin efnisleg andstaða við sameiningu ríkisstofnana í skógrækt. Líklegt má telja að frumvarpið verði afgreitt í næstu viku, áður en hlé verður gert á þingstörfum vegna forsetakosninga.
Fyrr í mánuðinum var haldinn á Mógilsá þriggja daga vinnufundur um rekavið sem tæki til að tvinna saman rannsóknir á umhverfi lands og sjávar. Saman kom vísindafólk á sviði trjá- og viðarfræði, loftslagssögu og fornvistfræði en einnig fornleifafræði, haffræði og aldursgreiningar með geislakolum. Öll þessi vísindasvið eiga snertifleti í norðurslóðarannsóknum og á fundinum sat 21 þátttakandi frá tíu löndum Evrópu og Norður-Ameríku.
Starfsmenn Skógræktar ríkisins gefa stofnuninni góða einkunn í könnun SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, þar sem útnefndar eru stofnanir ársins. Einkunnir stofnunarinnar eru flestar vel yfir meðallagi nema hvað einkunnir fyrir laun og jafnrétti eru nálægt meðallagi. Ef starfsmenn Skógræktar ríkisins væru fleiri en fimmtíu myndi stofnunin lenda í fjórða sæti stofnana af þeim stærðarflokki en þar var hún í 11. sæti í fyrra. Eftir væntanlega sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt verða starfsmenn nýrrar stofnunar hartnær 70 talsins.
Eftir sautján ára rannsóknarstarf á Nýju-Kaledóníu í suðvestanverðu Kyrrahafi hafa skoskir vísindamenn uppgötvað nýja trjátegund sem þó var fyrir framan nefið á þeim allan tímann. Tegundin er af sömu ættkvísl og apaþrautartré, Araucaria, sem einnig hafa verið kölluð apahrellir á íslensku. Hin nýuppgötvuðu tré eru hluti af mjög sérstæðri flóru Nýju-Kaledóníu sem nú er ógnað með stórfelldum áformum um nikkelvinnslu.