Í föstudagserindi Líffræðistofu á morgun, 5. febrúar, talar Edda Sigurdís Oddsdóttir, sérfræðingur á Mógilsá, um skaðvalda á trjám í fortíð, nútíð og framtíð. Hún fer yfir áhrif hlýnunar og breytingar á faraldsfræði meindýra í skógum. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Tré hitabeltisskóga sem vaxa á ný á beitilandi eða á landi sem búið hefur verið undir jarðrækt með skógarhöggi bæði vaxa mjög hratt og taka til sín miklu meiri koltvísýring en tré eldri skóga. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem birtar eru í nýjasta tímariti vísindaritsins Nature
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það hafa verið gæfuspor fyrir íslenska skógrækt að höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins skyldu vera færðar austur á Hérað árið 1990. Þær verði ekki færðar á næstunni. Til stendur að auka framlög til skógræktar á ný á næstu árum en þau voru dregin saman eftir hrun.
Ein er sú stétt manna þótt ekki sé hún stór hérlendis sem hugsar allt árið um jólatré. Það eru jólatrjáabændur. Á fræðsluvef Skógræktar ríkisins um jólatré má finna dagatal jólatrjáabóndans og þar má sjá hvaða verk þarf að vinna í hverjum mánuði ársins. Þar er líka ný þýðing á bandarískri grein um ræktun fjallaþins og korkfjallaþins.