Stýrihópur um sameiningu skógræktarstofnana ríkisins kom saman í gær á fundi hjá Capacent í Reykjavík. Þar var farið yfir stöðu mála í þeirri greiningarvinnu sem nú fer fram til undirbúnings að sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt. Í þessari vinnu er lögð áhersla á gott samráð við alla sem hagsmuna eiga að gæta í skógrækt og skyldum málum. Sömuleiðis að starfsfólk þeirra stofnana sem sameina á taki virkan og lýðræðislegan þátt í undirbúningnum.
Öskudagslið í alls kyns búningum heimsóttu starfsfólk Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins í Gömlu-Gróðrarstöðinni í dag og fengu góðgæti að launum.
Vinna að undirbúningi sameiningar Skógræktar ríkisins, Landshlutaverkefna í skógrækt og Hekluskóga gengur vel. Stýrihópur yfirmanna stofnananna hefur hafið störf og skipað í þrjá vinnuhópa starfsfólks til að laða fram viðhorf og hugmyndir starfsfólksins um nýja stofnun, væntingar þeirra og áherslur.
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands telja það grundvallaratriði að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi. Samtökin hafa sent landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, viðeigandi þingnefndum, og forystumönnum Bændasamtaka Íslands og Landssamtökum sauðfjárbænda áherslur sínar vegna samninganna.
Öflug skógrækt með öflugum skógarnytjum er jákvæð fyrir loftslagið. Jákvæð áhrif skógariðnaðarins í Svíþjóð gera að verkum að jafnmikið er bundið af koltvísýringi í Svíþjóð og það sem losnar af gróðurhúsalofttegundum í landinu. Ef framleiðsla skógariðnaðarins verður aukin verður kolefnisbókhald Svíþjóðar jákvætt, segir Johan Bergh, prófessor við Linnéuniversitetet sem greinir frá nýjum rannsóknarniðurstöðum á skógarviku Future Forests í Svíþjóð 17. febrúar.