Nýir búvörusamningar ná ekki til gróðrarstöðva sem framleiða skógarplöntur. Á þetta bendir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri gróðrarstöðvarinnar Barra á Fljótsdalshéraði, í viðtali við Ríkisútvarpið. Hann segir að gott hefði verið að fá tíu ára samning og vísar þar til nýgerðs búvörusamnings.  Skammtímahugsun komi í veg fyrir að hægt sé að ná hagkvæmni í samningum um skógarplöntuframleiðslu.
Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins, verður haldin föstudaginn 4. mars á Hvanneyri og hefst dagskráin klukkan 9.15. Dagskráin er fjölbreytt með tveimur málstofum fyrir hádegi en þremur eftir hádegi. Rætt verður um miðlun vísinda og rannsóknarniðurstaðna til almennings, búfjárrannsóknir, hvort ferðamenn beri með sér vandamál eða tækifæri, um ábyrga notkun vatns og jarðræktarrannsóknir. Einnig verða kynnt veggspjöld.
Árleg Fagráðstefna skógræktar verður að þessu sinni haldin á Patreksfirði. Meðal viðfangsefna ráðstefnunnar að þessu sinni verð loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim, gæði íslensks timburs og notagildi, tækni og notkun landupplýsinga. Alls verða flutt ríflega tuttugu erindi en einnig skoðað skóglendi vestra.
Í sumar verður malbikaður 330 metra langur stígur í Kristnesskógi í Eyjafirði. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti á dögunum styrk sem nægir til að ljúka verkinu. Stígurinn verður kærkominn fyrir alla gesti skógarins en þó ekki síst fólk sem nýtur aðhlynningar og endurhæfingar á Kristnesspítala. Yfirlæknir endurhæfingardeildar segir að stígurinn muni breyta miklu enda margsannað að skógur hafi jákvæð áhrif á heilsu fólks.
Svo gæti farið að verulegur hluti af því fóðri sem notað verður í laxeldi í Noregi verði unninn úr trjám. Með því að gerja sykrur úr trjáviði má búa til prótínríkt fóður. Í stað innflutts fóðurs úr sojabaunum gætu Norðmenn þá notað innlent hráefni úr skógum sínum til framleiðslu á eldislaxi. Með þessu móti yrði auðveldara fyrir þá að ná markmiðum sínum um að fimmfalda framleiðsluna á næstu 30 árum.