Eftir 20 ára kynbótastarf hefur Skógrækt ríkisins tekist að þróa nýjan kynblending af lerki sem vex að rúmmáli allt að tvöfalt hraðar en Rússalerki. Plantan gæti aukið möguleika á skógrækt á Suður- og Vesturlandi.
Starfsmenn Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins hafa á undan förnum vikum unnið hörðum höndum við aðfletta timbri sem  verður notað í dekkið á brúnni  yfir ginnungagapið sem myndaðist í Almannagjá á Þingvöllum.
Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, var haldinn hátíðlegur í 8. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi þann 23. júní sl.