Ragráðstefna skógræktar verður haldin í Reykjanesi við Djúp, dagana 23. til 25. mars nk. Frestur til skráningar er 15. mars og tekið verður við tillögum um erindi og veggspjöld til 25. febrúar.
Í lok síðasta árs samþykktu Landssamtök skógareigenda fimmtán ára átaksverkefni í akurræktun jólatrjáa með það að markmiði að ræktunin verði markviss atvinnugrein í öllum landshlutum.
Skógrækt ríkisins kynnir drög að umhverfisstefnu. Óskað er eftir hugmyndum og tillögum starfsmanna um framkvæmd þeirrar stefnu auk viðbóta eða breytinga, enda verður stefnan í mótun samfara innleiðingu.
Starfsmenn Skógræktar ríkisins hafa unnið að grisjun á Þingvöllum í janúar og á meðfylgjandi myndum má sjá skógarhöggsmanninn Finn Smára Kristinsson fella sitkagreni í snjónum.
Undanfarin misseri hefur farið fram mikil vinna við að staðla landupplýsingaskráningar í skógrækt og nýr staðall í smíðum með það að markmiði að samræma landupplýsingaskráningar í skógrækt á Íslandi.