(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Nú hafa drög að dagskrá Fagráðstefnu skógræktar og aðrar mikilvægar upplýsingar verið birtar hér á skogur.is.
Ráðstefnan verður haldin í Reykjanesi við Djúp, dagana 23. til 25. mars nk.

Ráðstefnugögn verða afhent kl. 17:00 til 19:00 miðvikudaginn 23. mars og að því loknu tekur við kvöldverður. Að venju skiptist ráðstefnan sjálf í þemadag (24. mars) og almennan fagfund (25. mars). Að þessu sinni fjallar þemadagurinn um „Strauma og stefnur í ræktun sitkagrenis eða birkis í fjölnytjaskógrækt – með áherslu á viðarnytjar“ og munu nokkrir valinkunnir sérfræðingar fjalla um þau mál frá ólíkum hliðum.

Skráning á ráðstefnuna fer fram hjá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni til 15. mars. Einnig er óskað eftir erindum og veggspjöldum á fagfundinn á föstudeginum en tillögur verður að senda fyrir 25. febrúar nk.




Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri