Niðurstöður rannsóknar sem kynnt er í grein í vísindaritinu Frontiers in Plant Science gætu nýst til að spá fyrir um áhrif loftslagsbreytinga á þróun og framtíð plöntutegunda sem einangrast hafa á jaðarsvæðum, til dæmis hátt til fjalla.
Líf í lundi er yfirskrift fjölbreyttra viðburða sem verða í skógum víða um land um helgina. Skógræktin tekur að venju þátt í undirbúningi og framkvæmd Skógardagsins mikla á Hallormsstað en svo eru skógræktarfélög víða um land með ýmiss konar viðburði í skógum sínum. Viðburðirnir verða flestir á laugardag, 25. júní en annars á sunnudaginn.
Stutt, opin málstofa um skógartengdar lausnir sem flýta fyrir umskiptum úr ósjálfbæru einstefnuhagkerfi yfir í sjálfbært lífhagkerfi byggt á hringrásum verður haldin í opnu streymi fimmtudaginn 30. júní. Þar verða kynnt raunveruleg dæmi og efnt til umræðna.
Íslendingar taka þátt í vinnu hóps á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem vinnur að því að móta vinnureglur eða viðmið um vottuð kolefnisverkefni sem meðal annars má ráðast í til að kolefnisjafna með ábyrgum hætti rekstur fyrirtækja og stofnana. Drög að þessum viðmiðum verða opin til umsagnar frá og með 8. júní.
Áfram verður haldið í sumar við gróðursetningu vegna samninga við fjölþjóðafyrirtækið Land Life sem hófust í fyrrasumar. Þegar sumarið er úti verða komnar niður trjáplöntur á vegum Land Life í um 600 hektara lands. Fulltrúar Land Life voru á Íslandi í síðustu viku til að skoða framvindu verkefna og ræða framhald samstarfsins.