Gróðursettar hafa verið ríflega 25.000 trjáplöntur í fyrsta samstarfsverkefni Skógræktarinnar við Súrefni. Fyrsti samningurinn við Súrefni felst í gróðursetningu í Símonarskógi sem er við þjóðveg 1 vestan Markarfljóts.
Eitt af því sem fram kom á Loftslagsdegi Umhverfisstofnunar nýverið var að kolefnisbinding íslenskra skóga hefur sautjánfaldast frá því sem var fyrir þrjátíu árum. Sömuleiðis var bent á að líffjölbreytni á Íslandi væri ekki ógnað með skógrækt og formaður Loftslagsráðs benti á að leggja þyrfti áherslu á aukna þekkingu, aukinn skilning og reynslu. Við mannfólkið þyrftum að bjarga lífríkinu til að bjarga okkur sjálfum. Loftslagsbaráttan snýst ekki um það eitt að bjarga lífríkinu. Ekki þýðir að aðgreina eðlisþættina og lífríkisþættina.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur látið hefja forathugun á sameiningu tveggja lykilstofnana í loftslagsmálum, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Með því að sameina fagþekkingu og krafta þessara stofnana verði til öflug stofnun sem sinni ráðgjöf við nýtingu lands og styðji við eflingu allra vistkerfa og landgæða til framtíðar.