Ný stefna um lífhagkerfið hefur verið samþykkt í Finnlandi og þar er lögð áhersla á að auka þau verðmæti sem verða til í lífhagkerfinu. Þetta sé mikilvægt svo Finnland geti náð því markmiði sínu að verða kolefnishlutlaust árið 2035.
Ráðherra gefur eigi sjaldnar en á fimm ára fresti út landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Í áætlununum tveimur skal kveðið á um framtíðarsýn og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt með hliðsjón af markmiðum laga um skóga og skógrækt og laga um landgræðslu. Samkvæmt lögum skal ráðherra samræma landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt og er nú unnið að því í matvælaráðuneytinu.
Fjörutíu manns tóku þátt í vikulangri vinnusmiðju TreProX-verkefnisins sem fram fór í október á liðnu hausti. Viðfangsefnið var viðargæði og viðmið um viðarflokkun sem og aðferðir sem notaðar eru til að hámarka gæði timburs í skógrækt. Út er komið myndband um vinnusmiðjuna þar sem fæst góð mynd af TreProX-verkefninu.