Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, leiðbeinir um söfnun, meðhöndlun og sáningu greni- og furufræja í þremur nýjum myndböndum sem Skógræktin hefur gefið út. Nú er mikið fræ á þessum tegundum, einkum sunnan- og vestanlands, og tímabært að safna fræi.
Skógræktin og One Tree Planted hafa undirritað samning um að rækta skóg á Ormsstöðum í Breiðdal. Teknir verða 170 hektarar undir þetta verkefni í neðanverðri brekkunni ofan þjóðvegar. Á næstu tveimur árum verða gróðursett þar 350.000 tré.
Örn Óskarsson, líffræðingur og skógræktarmaður á Selfossi, kennir á námskeiði sem Endurmenntun Háskóla Íslands stendur fyrir miðvikudaginn 21. október. Þar verða kynntar trjátegundir sem hafa reynst vel á Íslandi, uppruni þeirra og mögulegt notagildi skóga framtíðarinnar.