Úr Hellisskógi, skógi Skógræktarfélags Selfoss. Ljósmynd: Örn Óskarsson
Úr Hellisskógi, skógi Skógræktarfélags Selfoss. Ljósmynd: Örn Óskarsson

Örn Óskarsson, líffræðingur og skógræktarmaður á Selfossi, kennir á námskeiði sem Endurmenntun Háskóla Íslands stendur fyrir miðvikudaginn 21. október. Þar verða kynntar trjátegundir sem hafa reynst vel á Íslandi, uppruni þeirra og mögulegt notagildi skóga framtíðarinnar.

  • Hvenær:  Mið. 21. okt. kl.19.30 - 22.00
  • Kennsla: Örn Óskarsson, líffræðingur og framhaldsskólakennari
  • Hvar: Endurmenntun, Dunhaga 7

Á þessu námskeiði munu þátttakendur fá innsýn í heim skóg- og trjáræktar á Íslandi í máli og myndum. Um 120 ár eru síðan tilraunir með skógrækt hófust hérlendis og talsverð reynsla er komin á aðferðir við ræktun. Reynsla af trjárækt og tilraunum sýnir að hérlendis er mögulegt að rækta fjölbreytt úrval trjátegunda og jafnvel að hefja skógrækt líka því sem þekkist í nágrannalöndum.

Kynntar verða trjátegundir sem hafa reynst vel á Íslandi, ásamt umfjöllun um uppruna þessara tegunda og mögulegt notagildi skóga framtíðarinnar.
Námskeiðið verður á formi fyrirlesturs þar sem mikil áhersla verður á myndir, ásamt umræðum um viðfangsefnin.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Helstu trjátegundir í skógrækt og garðrækt á Íslandi.
• Uppruna trjátegunda í skóg- og trjárækt á Íslandi.
• Notagildi mismunandi trjátegunda.
• Vöxt og þrif á Íslandi.

Ávinningur þinn:

• Að kynnast helstu trjátegundum sem þrífast á Íslandi.
• Að kynnast uppbyggingu skóga.
• Að kynnast mögulegum nytjum af einstöku trjátegundum.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir áhugafólk um garðrækt og skógrækt. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda.

Kennsla:

Örn Óskarsson er líffræðingur og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann kenndi raungreinar (líffræði, skógfræði, jarðfræði og veðurfræði) við Fjölbrautaskóla Suðurlands og víðar í áratugi. Hann hefur unnið lengi við skógrækt og garðyrkju.
Örn hefur komið að uppbyggingu Hellisskógar við Selfoss síðastliðin 35 ár, bæði sem formaður Skógræktarfélags Selfoss og framkvæmdastjóri félagsinshttps://www.endurmenntun.is/namskeid/skraning/?courseID=7H20.

Aðrar upplýsingar:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skráning