Ástæða er til að vekja athygli á nokkrum námskeiðum sem eru á dagskrá Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands á næstu vikum og mánuðum og gætu freistað skógræktarfólks og áhugafólks um viðarnytjar.
Heimsfræg risafura í Calaveras Big Trees State Park í Kaliforníu féll á sunnudag í ofviðri. Göng voru gerð í gegnum tréð á níunda áratug nítjándu aldar og er talið líklegast að gangagröfturinn á sínum tíma hafi valdið trénu varanlegum skaða og ráðið örlögum þess.
Hrönn Guðmundsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Hekluskóga af Hreini Óskarssyni sem nú gegnir starfi sviðstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar. Þetta kom fram á fundi framkvæmdaráðs Skógræktarinnar á föstudag. Á fundinum var rætt um vinnu við fjárhagsáætlanagerð hjá Skógræktinni, vinnu að landsáætlun í skógrækt sem er að hefjast og fleiri mál. Starfsmannafundur alls starfsfólks Skógræktarinnar verður haldinn á Akureyri í apríl.
Ólafur Oddsson, sem verið hefur fræðslufulltrúi Skógræktarinnar í hlutastarfi, tók um áramótin við fullu starfi fræðslustjóra stofnunarinnar. Hann stýrir fræðslunefnd með fulltrúum innan og utan Skógræktarinnar sem nú mótar nýja fræðslustefnu fyrir stofnunina. Ólafur vill að komið verði á fót diplómanámi í skógarleiðsögn sem nýst geti ýmsum stéttum.
Evrópuráðið lagði 20. júlí í sumar fram lagafrumvarp þar sem lagt er til að bæði losun og binding gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar (LULUCF) verði felld inn í rammaáætlun Evrópusambandsins um orku- og loftslagsmál sem miðuð er við árið 2030. Talið er að þetta geri jákvæð loftslagsáhrif skógræktar og nýtingar skógarafurða sýnilegri.