Enn er unnið að því að afla fjár til smíði göngubrúar yfir Markarfljót til móts við Húsadal í Þórsmörk. Hönnun brúarinnar er lokið og er hún byggð á verðlaunatillögu Eflu verkfræðistofu og Studio Granda frá árinu 2014.
Birkiskógar náðu hámarksútbreiðslu á Íslandi fyrir um 8-6 þúsund árum en þá tók þeim að hnigna vegna kólandi loftslags. Þetta er meðal niðurstaðna Sigrúnar Daggar Eddudóttur landfræðings í doktorsritgerð sem hún varði við Háskóla Íslands 21. desember.
Á alþjóðlegum sumarskóla um skógrækt sem haldinn verður í Waterford á Írlandi 19.-23. júní í sumar verður farið yfir öll nýjustu tól og tæki sem nýtast við skógrækt, allt frá áætlunum til nytja.