Á skógardegi Norðurlands sem haldinn verður í Kjarnaskógi laugardaginn 9. júlí verður meðal annars hægt að reyna sig í borðtennis á glænýjum steinsteyptum borðtennisborðum sem Möl og sandur á Akureyri hefur gefið í skóginn. Boðið verður upp á sögugöngu um skóginn og fræðslu um merk tré, ánamaðkafræðslu, ratleik, ýmiss konar veitingar og að sjálfsögðu hið ómissandi ketilkaffi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Esther Ösp Gunnarsdóttir lét um mánaðamótin af störfum kynningarstjóra hjá Skógrækt ríkisins eftir ríflega átta ára starf hjá stofnuninni. Henni eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í nýjum störfum. Esther starfar nú hjá eigin hönnunar og ráðgjafarfyrirtæki, Gjallarhorn, á Reyðarfirði.
Í dag er fyrsti starfsdagur nýrrar skógræktarstofnunar, Skógræktarinnar, sem til varð við sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna í skógrækt. Ástæða er til að óska þjóðinni til hamingju með daginn. Um sjötíu manns komu til skógargöngu á Silfrastöðum í Skagafirði í gærkvöld, fyrstu gönguna af sex sem haldnar eru til að fagna þessum nýja áfanga. Hinar göngurnar verða í dag á fyrsta starfsdegi Skógræktarinnar.