Þessi skemmtilega mynd af þeim Esther Ösp og Jóni Knúti prýðir bæði vefsíðu og Facebook-síðu Gjallar…
Þessi skemmtilega mynd af þeim Esther Ösp og Jóni Knúti prýðir bæði vefsíðu og Facebook-síðu Gjallarhorns.

Skógræktin þakkar henni vel unnin störf

Esther Ösp Gunnarsdóttir lét um mánaða­mótin af störfum kynningarstjóra hjá Skógrækt ríkisins eftir ríflega átta ára starf hjá stofnuninni. Esther starfar nú hjá eigin hönnunar og ráðgjafarfyrirtæki, Gjallarhorn, á Reyðarfirði.

Gjallarhorn ehf. er margmiðlunarfyrirtæki sem býður upp á þjónustu um upplýsinga- og kynningarmál, almannatengsl vef­stjórn, ritstjórn, hönnun og umbrot, textasmíð, ljósmyndun og gerð útvarpsefnis. Að sögn Estherar er nóg að gera og ærin verkefni fram undan hjá fyrirtækinu sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum, Jóni Knúti Ásmundssyni. Vefslóð fyrirtækisins er gjallarhorn.is

Skógræktin þakkar Esther Ösp vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýjum störfum.  

Texti: Pétur Halldórsson
Mynd: Gjallarhorn