Héraðs- og Austurlandsskógar óska eftir að ráða skógfræðing í stöðu verkefnastjóra (100% starf). Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í framsækið og krefjandi starf.
Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarskógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Þetta er fullt starf og heyrir undir þjóðskógasvið Skógræktar ríkisins. Það felst einkum í skipulagningu og framkvæmd verkefna í þjóðskógunum á Norðurlandi. 
Bandaríska fréttatímaritið Newsweek fjallar í nýjasta tölublaði sínu um skógrækt á Íslandi og hvernig loftslagsbreytingar hjálpa til við útbreiðslu skóglendis á landinu. Það sé sérstakt á þessari breiddargráðu því víðast hvar á norðlægum slóðum hafi menn meiri áhyggjur af því að skógarnir líði fyrir ýmis vandamál sem fylgi hlýnandi loftslagi og færslu trjátegunda til norðurs.