Pseudotsuga er lítil ættkvísl a.m.k. sex tegunda sígrænna barrtrjáa af þallarætt (Pinaceae). Fjórar tegundir eru í Austur-Asíu, allar sjaldgæfar, og tvær í vestanverðri Norður-Ameríku. Önnur þeirra síðarnefndu hefur nokkuð verið reynd hérlendis og gæti verið framtíðartré í skógrækt á Íslandi með hlýnandi loftslagi.
Heggur er blómstrandi tré af rósaætt og náskyldur kirsuberjatrjám. Í raun má segja að heggur sé beinlínis kirsuberjatré enda ættkvíslarheitið það sama. Gallinn við kirsuberin á heggnum er þó sá að aldinið utan á fræhylkinu eða steininum er mjög lítið. Því eru þessi ber ekki þægileg undir tönn. Þau eru raunar líka beiskari en þau kirsuber sem vinsælust eru til átu enda hefur heggur ekki verið kynbættur með bragðgæði berjanna í huga.