Páll Sigurðsson, skógfræðingur og skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, kennir á fjögurra eininga áfanga í skógarvistfræði sem Garðyrkjuskólinn á Reykjum – FSU býður upp á í haust. Meginviðfangsefni áfangans er áhrif skóga á umhverfi sitt og áhrif umhverfisþátta á skóga.
Matvæli úr skógum landsins, meðal annars sveppir, hafa ekki einungis áhugavert næringar- og orkugildi. Þau hafa líka fjárhagslegt gildi.
Umhverfi, skipulag og lýðheilsa er sjö vikna námskeið á vegum Endurmenntunar LbhÍ sem hentar öllum sem hafa áhuga á að efla sig á sviði umhverfis- og skipulagsfræða. Það nýtist meðal annars arkitektum, landslagsarkitektum, hönnuðum, starfsfólki á umhverfis- og skipulagssviði sveitarfélaga og öðrum sem vilja endurmennta sig á þessum sviðum og efla þekkingu sína og færni.
Denis Riege, vistfræðingur og stundakennari við LBHÍ, kennir á námskeiði Endurmenntunar LbhÍ í september þar sem þátttakendum verða kynntar nýjustu rannsóknir á sviði skógvistfræði með áherslu á hvernig vistfræðilegir ferlar eins og sjálfsáning, framvinda, samhjálp og samkeppni eru nýtt við nýskógrækt.
Samson Bjarnar Harðarson, lektor í landslagsarkitektúr við LBHÍ, og Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir, brautarstjóri í skógfræði við LBHÍ, kenna á námskeiði Endurmenntunar LbhÍ sem hefst 21. ágúst þar sem fjallað verður um helstu tegundir trjáa og runna, auk nokkurra fjölærra plantna sem notaðar eru til uppbyggingar grænna svæða s.s. í borgar- & útivistarskógum, skógarjöðrum og skjólbeltum á Íslandi.