Stafafura er stórvaxin trjátegund sem ætti að geta náð að minnsta kosti þrjátíu metra hæð hérlendis. Tegundin hefur ýmsa kosti sem henta sérlega vel fyrir nýskógrækt á Íslandi. Hún auðgar rýrt land og býr í haginn fyrir næstu kynslóðir trjáa en gefur líka verðmæti í formi viðarafurða.
Aaron Shearer, nýráðinn skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar sem starfar á Vesturlandi, leiðbeinir um mat á ástandi trjáa og mögulegum hættumerkjum á námskeiði sem haldið verður í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjórða maí. Skráningu lýkur 30. apríl.