Matvælaráðuneytið felldi 16. janúar úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) um að fyrirtæki sem flutt hafði inn trjáboli með berki frá Póllandi skyldi eyða þeim eða endursenda úr landi. Enn sem komið er hefur engin barkarbjöllutegund numið land á Íslandi, eflaust að hluta til vegna þeirra ströngu reglna sem hér gilda um innflutning á trjáplöntum. Nágrannalönd okkar hafa ekki verið jafnheppin. Í Evrópu geisa nú alvarlegir barkarbjöllufaraldrar og er talið að vandamálin af völdum þeirra eigi eftir að aukast enn í framtíðinni með áframhaldandi loftslagsbreytingum.
Á vef Skógræktarinnar hefur nú verið opnað fyrir skráningu á Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 29.-30. mars. Skráningu lýkur 21. mars.
Hér koma nokkur orð um skógarfuru. Íslenska heitið skógarfura hæfir vel tegundinni sem hér er rætt um því hún er eitt helstu einkennistrjáa í skógum um stóran hluta Evrópu og norðanverðrar Asíu. Rétt eins og við tölum um dýr merkurinnar gætum við kannski talað um skógarfuru sem tré merkurinnar enda merkti orðið mörk skógur fyrrum. Skógarfura var vonarstjarna í skógrækt á Íslandi um miðbik síðustu aldar en reyndist vonarpeningur.