Edinborgarhúsið á Ísafirði. Ljósmynd af edinborg.is
Edinborgarhúsið á Ísafirði. Ljósmynd af edinborg.is

Á vef Skógræktarinnar hefur nú verið opnað fyrir skráningu á Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 29.-30. mars. Skráningu lýkur 21. mars.

Þema fyrri dags ráðstefnunnar verður Skógrækt á tímum hamfarahlýnunar en síðari daginn verða fjölbreytt erindi um skóga, skógvísindi og skógtækni. Auglýst hefur verið eftir erindum og veggspjöldum og frestur til að skila inn tillögum að erindum er til 17. febrúar en hægt er að skila inn tillögum að veggspjöldum til 10. mars.

Tillaga að erindi eða veggspjaldi

Skráning

Skráning á ráðstefnuna fer einnig fram á skogur.is. Greiða þarf ráðstefnugjöld með korti gegnum greiðslugátt Valitors. Síðasti dagur til að skrá sig á ráðstefnuna er 21. mars.

Skráning á Fagráðstefnu 2023

Texti: Pétur Halldórsson