Þetta eyðublað er ætlað þeim sem vilja sækja um að halda erindi á seinni degi Fagráðstefnu skógræktar á Ísafirði 30. mars 2023 og/eða setja upp veggspjöld sem verða uppi alla ráðstefnuna. Höfundum veggspjalda býðst að halda stutta kynningu á veggspjöldum sínum á ráðstefnunni.

Útdrættir

Höfundar erinda og veggspjalda skulu senda um það bil 200 orða útdrátt sem birtur verður í rafrænum ráðstefnugögnum.

Greinar til birtingar í Riti Mógilsár

Sömuleiðis er í boði að skila inn greinum til birtingar í ráðstefnuriti sem kemur út sem Rit Mógilsár síðar. Miðað er við að það séu tiltölulega stuttar greinar en þó eru engin lengdarmörk skilgreind. Nánari upplýsingum um skil er hægt að hlaða niður hér.

Vandið titil svo hann sé lýsandi fyrir viðfangsefnið
Útdrættir og greinar


Skráningarfrestur

  • Erindi - skráningarfrestur til 17. febrúar 2023
  • Veggspjald - skráningarfrestur til 10. mars 2023

Haft verður samband við höfunda tímanlega fyrir ráðstefnuna. Nánari upplýsingar gefur Edda S. Oddsdóttir, edda@skogur.is.

Fagnefnd Fagráðstefnu 2023

Bjarni D. Sigurðsson Landbúnaðarháskóla Íslands (bjarni@lbhi.is)
Valdimar Reynisson Skógfræðingafélagi Íslands (valdi@skogur.is)
Edda S. Oddsdóttir Skógræktinni
Jón Ásgeir Jónsson Skógræktarfélagi Íslands
Hlynur G. Sigurðsson Bændasamtökum Íslands
Ólafur Eggertsson Skógræktinni