Garðyrkjubændur eru nú komnir í hóp þeirra bænda sem vinna að ýmsum betrumbótum í búrekstri sínum undir verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður. Bændur á fjórtán nýjum búum tóku nýverið fyrstu skref sín í verkefninu og segjast sjá í því mikil tækifæri. Meðal annars geti bæði sparast vinna og peningar með umbótum í þágu loftslagsins.