Líkt og fyrri ár óskar Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, eftir upplýsingum frá landsmönnum um heilsufar skóganna í landinu. Mikilvægast er að fá fregnir af óværu sem vart verður við á trjánum. Slíkar upplýsingar hafa reynst afar vel undanfarin ár til að fylgjast með þróun skaðvalda á trjám.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti 1. mars 2019 að næsti áratugur skyldi helgaður endurhæfingu vistkerfa á jörðinni. Markmiðið er að koma í veg fyrir og stöðva hnignun vistkerfa og stuðla að uppbyggingu þeirra á ný. Mikilvægur hluti af því starfi er að fræða jarðarbúa um heilbrigð vistkerfi og endurhæfingu vistkerfa og sjá til þess að ákvarðanir hjá bæði hinu opinbera og hjá sjálfstæðum fyrirtækjum og félögum sé tekið tillit til heilbrigði vistkerfa þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar.
Í ár eru 70 ár liðin frá því að Heiðmörk var vígð við hátíðlega athöfn. Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til fjölbreyttrar dagskrár til að fagna afmælinu. Nýverið voru sjö stór tré gróðursett á Vígsluflöt í tilefni afmælisins, eitt fyrir hvern áratug sem liðinn er frá opnun Heiðmerkur. Borgarstjórinn í Reykjavík tók þátt í gróðursetningunni.