Í dag var undirritaður samningur á milli Skógræktarinnar og Vatnajökulsþjóðgarðs um umsjón Ásbyrgis í Kelduhverfi. Samkvæmt samningnum færist formleg umsjón jarðarinnar allrar og mannvirkja á henni frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs. Vatnajökulsþjóðgarður og Skógræktin eiga engu að síður áfram með sér samstarf um innri hluta Ásbyrgis og land Ásbyrgis norðan þjóðvegar.
Skógræktin hefur gert samkomulag við Límtré Vírnet og Nýsköpunarmiðstöð Íslands um tilraunavinnslu á íslensku timbri til límtrésframleiðslu. Öflun viðar til verkefnisins hefst í næstu viku.
Skógasvið FAO hefur efnt til samkeppni um hönnun stuttermabola til að vekja athygli á alþjóðlegum degi skóga 2019 sem helgaður er skógum og fræðslu. Vinningstillagan verður notuð sem opinber stuttermabolur þessa dags sem er 21. mars.
NordGen og SNS bjóða námsstyrki til að örva menntun og þekkingarmiðlun um framleiðslu á trjáplöntufræi og skógarplöntum, um aðferðir við endurnýjun skógar og trjákynbætur. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.
Skógræktin auglýsir eftir aðilum til að framleiða alaskaösp til afhendingar árin 2020 og 2021. Lágmarksmagn á framleiðanda er 500 bakkar.