Skógræktin óskar eftir að ráða skógræktarráðgjafa vegna bændaskógræktar á Austurlandi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember.
Frumniðurstöður rannsóknar bandaríska vistfræðingsins Dennis A Riege benda ekki til þess að trjátegundir sem notaðar eru í nytjaskógrækt á Íslandi séu ágengar. Þær dreifa sér hægt út fyrir skógræktarsvæði og einkum á rofið land en ná sér ekki á strik þar sem gróður er þéttur. Dennis segir íslenska birkið mun duglegra að dreifa sér en stafafura geti mögulega hjálpað birkinu að nema ný lönd með skjólinu sem hún veitir og jarðvegsbætandi eiginleikum.