Skógur á Héraði. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Skógur á Héraði. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Skógræktin óskar eftir að ráða skógræktarráðgjafa vegna bændaskógræktar á Austurlandi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Skógræktarráðgjafi heyrir undir skógarauðlindasvið stofnunarinnar.

Helstu verkefni

  • Ábyrgð á verkefnum er lúta að starfsemi bændaskóga á Austurlandi
  • Umsjón með ráðgjöf til skógarbænda um gróðursetningu, grisjun og aðra umhirðu
  • Umsjón með áætlanagerð einstakra svæða og úttektum þeirra
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur og eiginleikar

  • Háskólagráða í skógfræði 
  • Reynsla af ráðgjöf og áætlanagerð
  • Þekking og reynsla af skógrækt og starfsemi bændaskógræktar
  • Færni í að koma upplýsingum frá sér
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Launakjör, umsóknarfrestur og nánari upplýsingar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996. 

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 25. nóvember 2019. Staða skógræktarráðgjafa á Austurlandi er fullt starf með starfstöð á Egilsstöðum. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilskrá og staðfestingu á menntun með tölvupósti á netfangið bjorg@skogur.is eða í pósti á heimilisfang aðalskrifstofu:

Skógræktin, b/t mannauðsstjóra
Miðvangi 2-4
700 Egilsstöðum

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri skógarauðlindasviðs (sigga@skogur.is).

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Um Skógræktina

Skógræktin er ný ríksstofnun sem formlega varð til 1. júlí 2016 við sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt. Eftir sameininguna voru innleiddar breytingar á starfseminni í átt að betri árangri í skógræktarstarfinu. 

Hlutverk Skógræktarinnar er að hafa forystu um uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi með því að kalla eftir víðtækri samvinnu við skógargeirann, vinna að verndun og friðun skóga og kalla fram hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu skóga. 

Skógræktin rækir hlutverk sitt með því að veita framlög og ráðgjöf til skógræktenda, reka þjóðskógana, sinna rannsóknum og hafa forystu um að afla og miðla þekkingu á skógrækt á Íslandi. Jafnframt með því að hvetja til og eftir atvikum hafa forystu um samvinnu og ráðgjöf á sviði skógræktar á Íslandi með áherslu á sjálfbærni, eflingu byggðar, verðmætasköpun og mótvægisaðgerðir vegna loftslagsbreytinga.

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson