Tvær nýjar meindýrategundir á birki hérlendis, birkikemba og birkiþéla, virðast geta valdið talsverðum skemmdum. Ekki er þó komin reynsla á hvaða áhrif þessar tegundir hafa á vöxt og afdrif birkis. Í Ársriti Skógræktarinnar sem kom út snemmsumars er fjallað um þessa nýju skaðvalda og rannsóknir sem hafnar eru á þeim.
Á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Hellu var skorað á Alþingi og ríkisstjórn að veita verkefninu Skógargötum fjármagn til næstu tíu ára. Einnig var ályktað um skógminjasafn, Miðstöð skógræktar og Græna stíginn milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ný stefnumótun fyrir Skógræktarfélag Íslands var samþykkt á fundinum.