Svo virðist sem Evrópusambandið sé að ná þeim markmiðum sem það setti sér með skógaáætlun sinni til 2020. þetta kemur fram í áfangaskýrslu sem kom út 7. nóvember og tíundar árangurinn á miðju tímabili áætlunarinnar. Í áætluninni var lögð áhersla á að hvetja til sjálfbærrar skógræktar, bæði innan sambandsins og um allan heim.
Árlegi jólamarkaðurinn Jólakötturinn verður haldinn að venju laugardaginn 14. desember kl. 10-16 að Valgerðarstöðum í Fellum. Um 60 seljendur setja upp söluborð á markaðnum og verða með fjölbreytilegan varning, jólatré og fleiri skógarafurðir, matvöru, handverk og fleira og fleira.
Jónas Sigurðarson, skógarbóndi í Lundarbrekku Bárðardal, segir fjölskylduna hafa haft ómælda ánægju af skógræktarstarfinu. Hann segir augljóst að rússalerki sé sú landgræðsluplanta sem henti í Bárðardal og finnst einsýnt að lítið tjón á lerki af völdum sauðfjár réttlæti ekki kostnað við girðingar.
Timburbyggingar kosta ekki meira en steinsteyptar byggingar og ending þeirra er engu síðri, jafnvel meiri. Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri. Það er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð.
Fáir ef nokkrir bændur í heiminum eru í eins góðri aðstöðu til þess að kolefnisjafna framleiðslu sína því hér á landi er lítið af skógi og mikið land. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður Landssamtaka skógareigenda í viðtali við Bændablaðið. Í viðtalinu segir hann einnig ljóst að Íslendingar geti ekki mætt kröfum Parísarsamkomulagsins um bindingu kolefnis nema með því að auka skógrækt.