Þrettán verkefni sem öll snerta skóg- og trjárækt með einhverjum hætti fengu í gær styrki úr Umhverfissjóði Fríhafnarinnar. Markmið allra þessara verkefna er að fegra umhverfið og hreinsa, græða land og auka skjól með trjágróðri. Í verkefni Bláa hersins verður gróðursett eitt tré fyrir hver tíu kíló af plastrusli sem hreinsuð verða upp. Verndari þess verkefnis er frú Vigdís Finnbogadóttir.
Olli Rehn, efnahagsmálaráðherra Finnlands, og Ibrahim Baylan, samhæfingar- og orkumálaráðherra Svíþjóðar eru meðal frummælenda á ráðstefnu Think Forest um lífhagkerfið sem fer fram í Helsinki í dag. Þar verður rætt hvaða lærdóm má draga af stefnu og aðferðum Evrópusambandsins og um möguleika skógartengda lífhagkerfisins. Ráðstefnan er send út beint á vefnum.
NordGen Forest Conference, 20-21 September 2016: Growing mixed forests – waste or value for the future? at Elite Park Hotel, Växjö, Sweden Program: Day 1, 20 September Moderator before lunch: Urban Nilsson, Swedish University...
Bílar og ýmis vélknúin tæki og vinnuvélar eru helsta upp­spretta loftmengunar í þétt­býli á Íslandi. Samhliða því að ráðast gegn upptökum mengunarinnar er vert að huga vel að því hvernig nýta má trjágróður í þéttbýli á Íslandi til að auka loftgæði í byggðinni. Tré taka upp nituroxíð, óson og koltvísýring úr andrúmsloftinu en svifrykið sest á laufskrúð þeirra, greinar og stofn. Rykið skolast síðan af með úrkomunni. Huga ætti betur að því hvernig tré geta bætt andrúmsloftið í umhverfi okkar og skipuleggja betur ræktun trjágróðurs í þéttbýli. Hugsum okkur líka tvisvar um áður en við höggvum myndarleg tré.
Málgagn Landsamtaka skógareigenda, Við skógareigendur, er komið út og hefur verið sent til skógarbænda og í póstkassa allra lögbýla um land allt. Þessi dreifing blaðsins er nýbreytni og vonast er til að það mælist vel fyrir og áhugi vakni hjá fleirum að græða landið upp með fallegum skógi og auknum atvinnutækifærum í skógrækt. Margt áhugavert efni er að finna í blaðinu og er skjólbeltarækt til dæmisgert hátt undir höfði.