Hin árlega hátíð, Skógardagurinn mikli, verður haldinn með hefðbundnu sniði á morgun, laugardaginn 25. júní, í Mörkinni á Hallorsmsstað. Spáð er sól og hita og því verður gaman að njóta alls þess sem í boði verður í skóginum. Meðal þeirra sem sýna listir sínar á hátíðinni verður norski listamaðurinn Arne Askeland sem notar keðjusög til að skera út fugla og ýmislegt fleira úr trjábolum.
Í skógarleikskóla alast börnin upp í nánum tengslum við náttúruna og kynnast eðlisþáttum hennar, hringrásum lífs og efna, verndun og nýtingu en líka að uppgötva og skapa. Víða á Íslandi eru vaxnir upp skógarreitir sem nýta mætti til slíkrar starfsemi.
Ef sumarið heldur áfram að vera sæmilega hlýtt gætu sumar trjátegundir vaxið á annan metra í sumar og jafnvel gæti orðið metvöxtur hjá ösp og fleiri tegundum. Þetta sagði Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í viðtali í fréttum Bylgjunnar í gær.
Tíu manna lið Skógræktarinnar kom í mark síðdegis á föstudag í hjólreiðakeppninni Wow Cyclothon eftir að hafa hjólað í 45 og hálfa klukkustund. Liðið endaði í 65.-68. sæti af 92 liðum í B-flokki keppninnar. Skógræktarstjóri hjólaði á undan í mark á reiðhjóli fyrsta skógræktarstjórans, Agners Kofoed-Hansens, sem líklega er af árgerð 1907.
Hjónin Reinhard Reinhardsson og Karólína Inga Guðlaugsdóttir hafa með atorku og útsjónarsemi ræktað skóg við hús sitt í Selási í Reykjavík þar sem áður var aðeins örfoka melur. Fyrir þetta starf sitt voru þau útnefnd Reykvíkingar ársins 2016 og hlutu um leið þann heiður að opna veiðitímabilið í Elliðaám ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í gærmorgun.