Skýr skógræktarstefna
Ef draga á úr hraðfara loftslagsbreytingum af mannavöldum er nokkuð ljóst hvað þurfi að gera. Draga þarf úr notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa jafnframt því að draga úr CO2 í andrúmsloftinu. Stöðva þarf skógareyðingu jafnframt því að rækta nýja skóga í stað þeirra sem hafa tapast. Breyta þarf neysluvenjum þannig að dregið verði úr hlutfalli kjöts í fæðu fólks. Þetta segir skógræktarstjóri m.a. í grein þar sem hann hrekur þær staðhæfingar sumra að skógrækt sé skipulagslaus, jafnvel stjórnlaus og fyrir henni séu engin rök eða markmið.
05.07.2023