Furulúsin hefur verið mikill vágestur í íslenskri skógrækt. Sú skógarfura sem gróðursett var í stórum stíl upp úr miðri síðustu öld drapst að verulegu leyti af völdum lúsarinnar. Eftir urðu væntanlega þau tré sem mest mótstöðuafl höfðu fyrir lúsinni. Fyrir nokkrum árum var lögð út tilraun með skógarfuru til að sjá hvort fengin reynsla og nýjar aðferðir gætu gefið nýja von um ræktun skógarfuru hérlendis. Helstu niðurstöður þeirrar tilraunar sýna að þær skógarfurur sem sprottnar eru af fræi þeirra trjáa sem lifað hafa af á Íslandi eru sterkastar. Önnur kynslóð skógarfuru er vöxtuleg og þolir lúsina betur en innfluttur efniviður skógarfuru. Myndbandið er framleitt í samvinnu við HealGenCar og SNS.

Íslenskur og enskur texti

Athugið að stilla má á íslenskan eða enskan skjátexta með því að smella á táknin neðst til hægri, Skjátextar/Stillingar.

Nánar