„Skógrækt er ekkert öðruvísi en hefðbundinn landbúnaður, eftir því sem þú sinnir honum meira því betri verður hann.“ Þetta segir Lárus Heiðarsson, skógarbóndi á Droplaugarstöðum í Fljótsdal og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni. Sé ætlunin að rækta gæðatimbur verði að sinna skóginum snemma með tvítoppaklippingu og snyrtingu. Lárus er skógfræðingur og framarlega hjá Skógræktinni við ráðgjöf um hvers kyns skógarumirðu. Skógurinn hans ber vott um kunnáttu og metnað við nytjaskógrækt á íslenskri bújörð.