Dr Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, hefur langa reynslu af skóggræðsluverkefnum á íslenskum auðnum þar sem land hefur blásið upp og gróður eyðst. Í þessu myndbandi deilir hann víðtækri þekkingu sinni með námsfólki í heimsókn á Hafnarsand í Ölfusi þar sem land blés upp en er nú tekið að grænka á ný.