Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, fer hér yfir hvernig fólk getur tekið stiklinga af aspartrjám, komið þeim til og síðan notað við ræktun. Fjallað er um mismunandi klóna af ösp, sýnt hvernig taka skal sprota, hvernig stiklingar eru meðhöndlaðir svo að þeir myndi rætur og svo framvegis. Aðalsteinn sýnir hvernig lúpína flýtir fyrir árangri í slíkri ræktun, hvernig rækta má ösp í sandi þar sem aðstæður leyfa slíkt og sýnir hvernig jafnvel er hægt að nota nokkuð svera aspardrumba til að koma upp nýjum aspartrjám.