Birkifræi má sá beint í jörð og ef rétt er staðið að sáningunni getur bein sáning verið auðveld leið til að koma birki í skóglaust land. Birki byrjar ungt að mynda fræ og sá sér út af sjálfsdáðum.
Við sáninguna þarf að gæta vel að nokkrum atriðum til að sem mestar líkur verði á árangri. Birkifræ er
orkulítið fræ og verður að geta spírað á yfirborðinu. Því er nauðsynlegt að það komist í set þar sem er nægur raki en ekki of mikil samkeppni frá öðrum gróðri.
Í þessu myndbandi er farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar birkifræi er sáð beint í jörð. Hreinn Óskarsson, skógfræðingur og sviðstjóri þjóðskógasviðs hjá Skógræktinni, hefur mikla reynslu af birkirækt á rofnu landi, meðal annars úr stærsta birkiskóggræðsluverkefni á Íslandi, Hekluskógaverkefninu. Ráðleggingar hans eru gott vegarnesti þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til að útbreiða birkiskóglendi á ný á Íslandi.

@birkiskógur #birkifræ #skógræktin