Bergsveinn Þórsson, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, fer hér yfir það helsta sem hafa ber í huga við gróðursetningu á bakkaplöntum. Huga þarf að ástandi plantna, þéttleika við gróðursetningu, val á gróðursetningarstað fyrir hverja plöntu, eiginleikum og notkun verkfæra, jarðvinnslu, áburðargjöf og fleiri atriðum. Bergsveinn segir ýtarlegar frá öllum þessum atriðum í lengri útgáfu myndbandsins sem einnig er að finna á rás Skógræktarinnar.